Hvað er Padel?
Padel hefur stormað inn í líf Íslendinga á undanförnum árum. Í fyrstu virðist þetta vera einhver skrítin blanda af tennis og squash, þá eru flestir sem prófa húkt eftir fyrsta leik. En hvað er padel eiginlega?
Padel í stuttu máli
Padel er tveggja-fjögurra manna íþrótt sem spiluð er á minni velli en tennis, með glerveggi allan hringinn og litla, götótta spaða. Reglurnar eru svipaðar og í tennis — boltinn má skoppa einu sinni, og þú þarft að ná honum yfir netið áður en hann skoppar tvisvar. En twistið er: veggirnir eru leyfilegir! Það má slá boltann í vegginn — bæði áður og eftir að boltin lendir hjá þér.
Af hverju er þetta svona ávanabindandi?
Auðvelt að læra:
Ólíkt tennis þar sem það getur tekið mánuði að ná góðu höggi, þá getur maður farið að spila skemmtilega padel strax fyrsta daginn. Það þarf ekki ofboðslegan styrk eða tækni til að byrja.
Félagsleg íþrótt:
Padel er alltaf spilað 2 á móti 2 nema á einliðavöllum þar sem spilað er 1 vs 1. Það þýðir að þú færð ekki bara góða hreyfingu – þú hittir líka fólk og hlærð (mjög mikið).
Fyrir alla:
Ungir sem aldnir, byrjendur sem vanir. Það er eitthvað við padel sem hentar nánast öllum — og margir sem hafa aldrei verið í íþróttum áður detta inn í þetta.
Sagan
Padel varð til í Mexíkó á sjöunda áratugnum, en náði vinsældum fyrst á Spáni. Í dag er Spánn mekka padelsins og t.d. hafa knattspyrnukappar eins og Messi, Neymar og Beckham byggt sín eigin padelvelli.
Á Íslandi hefur padel sprungið út síðustu þrjú árin. Nýir padelsalir spretta upp eins og gorkúlur og bókanir fyllast á nokkrum mínútum.
Hvað þarf ég til að byrja?
Padelspaði (fæst oft leigður)
Boltinn (líkur tennisbolta, aðeins minni þrýstingur)
Íþróttaskór og góða skapið!
Völl. Til stendur að fjölga völlum á íslandi til muna.
Padel er meira en bara nýtt trend. Þetta er íþrótt sem sameinar hreyfingu, gleði og félagskap á einstakan hátt. Hvort sem þú ert íþróttaálfur eða bara að leita að skemmtilegri leið til að hreyfa þig, þá gæti padel verið akkúrat það sem þú vissir ekki að þig vantaði.